Árs- og sjálfbærnisskýrsla

Starfsemi Brims árið 2021

Starfsemi Brims árið 2021

Árið 2021 í hnotskurn

Brim er stærsta sjávarútvegsfyrirtæki á Íslandi með aflaheimildir, sem samsvara nálægt 12% í þorskígildum talið. Brim og dótturfélög, eru með starfsstöðvar í Reykjavík, Akranesi, Vopnafirði og Hafnarfirði. Á árinu voru að meðaltali níu fiskiskip í rekstri. Aðalskrifstofur félagsins eru við Norðurgarð í Reykjavík. Þar er framkvæmdastjórn félagsins staðsett ásamt fjármála-, botnfisk-, uppsjávar- og mannauðssviði. Fjöldi stöðugilda Brims auk dótturfélaga voru 762 árið 2021 og spanna þau alla virðiskeðjuna, þ.e. veiðar, vinnslu, sölu og dreifingu á afurðum félagsins. Félagið er skráð á aðalmarkaði kauphallar, NASDAQ OMX Ísland.

Veirufaraldurinn Covid-19 hafði umtalsverð áhrif á rekstur samstæðunnar á árinu. Markvisst var unnið að því að hlúa að öryggi starfsfólks og með samstilltu átaki starfsfólks tókst að koma í veg fyrir verulega röskun á starfseminni.

Það helsta á árinu 2021

  • Brim gaf út á árinu græn og blá skuldabréf. Skuldabréfin eru fyrstu sinnar tegundar sem gefin eru út á Íslandi. Með útgáfu skuldabréfanna fjármagnar Brim verkefni sem stuðla að sjálfbærni og hafa jákvæð áhrif á umhverfið og snúa blá skuldabréf að verkefnum tengdum hafi og vatni.
  • Frystitogarinn Höfrungur III seldur til Rússlands. 
  • Brim festi kaup á uppsjávarskipinu Svaninum RE 45 sem hét áður Iivid og er markmiðið að efla enn frekar uppsjávarhluta starfseminnar.
  • Brim keypti í árslok 43% hlut í Melnesi ehf.
  • Loðnuvertíð var gjöful eftir tvö loðnulaus ár og síldarveiði var með besta móti.
  • Fyrsta heila rekstrarár hátæknivinnslu Brims í Norðurgarði gekk vel, afköst voru góð, vinnuumhverfið er betra og slysum fækkaði.
  • Sala aflahlutdeildar í loðnu vegna laga um hámarksaflaverðmæti af reiknuðum heildarþorskígildistonnum. Brim fór yfir 12% hámark vegna óvenjumikillar úthlutunar loðnu og að þorskígildisstuðull loðnu fór úr 0,00 í 0,36

Stjórn og stjórnarhættir

Stjórn Brims skipa fimm manns sem eru kjörin á aðalfundi félagsins ár hvert.

Á árinu 2021 urðu þær breytingar á stjórninni að Guðmundur Kristjánsson gekk úr stjórn þegar hann tók við stöðu forstjóra Brims og á aðalfundi Brims í mars, var Hjálmar Kristjánsson kosinn í stjórn félagsins.

Stjórn Brims frá aðalfundi 2021:

  • Kristján Þ. Davíðsson, formaður
  • Anna G. Sverrisdóttir, varaformaður
  • Hjálmar Kristjánsson
  • Kristrún Heimisdóttir
  • Magnús Gústafsson

Nánari upplýsingar um stjórnina er að finna á vef félagsins, en þar er einnig að finna samþykktir félagsins, starfsreglur stjórnar, stjórnháttaryfirlýsingu, starfskjarastefnu og aðrar stefnur félagsins.

Stjórn og stjórnarhættir

Framkvæmdastjórn

Framkvæmdastjórn Brims árið 2021, var skipuð eftirfarandi aðilum:

Guðmundur Kristjánsson

Forstjóri

Inga Jóna Friðgeirsdóttir

Framkvæmdastjóri fjármálasviðs

Ægir Páll Friðbertsson

Framkvæmdastjóri

Gréta María Grétarsdóttir

Framkvæmdastjóri nýsköpunar, samfélagsábyrgðar og fjárfestatengsla.

Stjórn og stjórnarhættir

Hluthafar

Skráð hlutafé Brims hf. var 1.956 milljónir króna í árslok 2021. Félagið átti í árslok eigin hluti að nafnverði 35 milljónir króna. Útistandandi hlutafé nam 1.921 milljónum króna. Hluthafar í upphafi árs voru 880 en voru 1.246 í árslok. Í árslok 2021 áttu fjórir hluthafar yfir 10% eignarhlut í félaginu en þeir voru Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. sem átti 34,53%, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins A-deild sem átti 14,20%, Lífeyrissjóður verslunarmanna sem átti 10,76% og RE-13 ehf. sem átti 10,23%.

Gengi hlutabréfa var 78,0 í árslok 2021 en 50,1 í ársbyrjun. Raunávöxtun hlutabréfa á árinu, að meðtöldum arði í félaginu, reyndist vera jákvæð um 50,9%. Þá er miðað við bréf sem keypt var á lokagengi ársins 2020 og selt í lok ársins 2021, að teknu tilliti til greiðslu arðs og verðbólgu á árinu. Sé litið til lengri tíma var raunávöxtun hlutabréfs, sem var keypt í lok árs 2001 og selt um síðustu áramót, um 12,1% á ári að meðaltali.

Skráð viðskipti með hlutabréf í Brimi hf. námu 17.939 milljónum króna árið 2021. Skráð viðskipti árið 2020 námu 9.423 milljónum króna. Nafnhækkun úrvalsvísitölu OMX Iceland var 32,96% árið 2021 og 34,55% að teknu tilliti til arðgreiðslna.

EigandiEignahluturHlutfall
Útgerðarfélag Reykjavíkur hf.
663.370.977
34,53%
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins A-deild
272.800.000
14,20%
Lífeyrssjóður verslunarmanna
206.680.503
10,76%
RE-13 ehf.
196.500.000
10,23%
KG Fiskverkun ehf.
78.024.576
4,06%
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins B-deild
68.200.000
3,55%
Birta lífeyrissjóður
54.699.631
2,85%
Stekkjarsalir ehf.
36.500.000
1,90%
Stefnir - Innlend hlutabréf hf.
31.787.423
1,65%
Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda
31.019.188
1,61%

Stjórn og stjórnarhættir

Samstæðan

Stefna Brims er að vera samþætt sjávarútvegsfyrirtæki í útgerð, vinnslu og sölu- og markaðsstarfsemi. Myndin hér að neðan sýnir starfsemi Brims ásamt helstu dóttur- og hlutdeildarfélögum.

Dótturfélög

Vignir G. Jónsson ehf.

Vignir G. Jónsson ehf.

Vignir G. Jónsson ehf. sérhæfir sig í fullvinnslu á hrognum og er einn stærsti einstaki kaupandi grásleppu- og þorskhrogna á landinu.

Rekstrartekjur á árinu voru 20,9 m€. Hagnaður af rekstrinum nam 3,5 m€. Heildareignir í árslok námu 19,2 m€ en eigið fé var 14,7 m€ eða 77%.

Brim á 100% eignarhlut í Vigni G. Jónssyni ehf. og nam bókfært verð eignarhlutarins 20,5 m€ í árslok 2021.

Ögurvík ehf.

Ögurvík ehf.

Ögurvík ehf. gerir út frystitogarann Vigra RE.

Rekstrartekjur á árinu voru 23,5 m€. Hagnaður af rekstrinum nam 5,8 m€. Heildareignir í árslok námu 44,6 m€ en eigið fé var 26,0 m€ eða 58%.

Brim á 100% eignarhlut í Ögurvík ehf. og nam bókfært verð eignarhlutarins 107,2 m€.

Fiskvinnslan Kambur ehf.

Fiskvinnslan Kambur ehf.

Fiskvinnslan Kambur ehf. rekur fiskvinnslu í Hafnarfirði. Dótturfélög félagsins eru Grunnur ehf. og Stapavík hf.

Rekstrartekjur á árinu voru 18,3 m€. Hagnaður af rekstrinum nam 0,2 m€. Heildareignir í árslok námu 26,9 m€ en eigið fé var 4,4 m€ eða 16%.

Brim á 100% eignarhlut í Fiskvinnslunni Kambi ehf. og nam bókfært verð eignarhlutarins 17,6 m€.

Seafood Services ehf.

Seafood Services ehf.

Seafood Services ehf. er þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í ýmiss konar þjónustu við sjávarútveginn.

Rekstrartekjur á árinu voru 4,0 m€. Tap var af rekstrinum að fjárhæð 0,1 m€. Heildareignir í árslok námu 1,4 m€ en eigið fé var 1,1 m€ eða 75%.

Brim á 100% eignarhlut í Seafood Services ehf. og nam bókfært verð eignarhlutarins 1,8 m€.

Gjörvi ehf.

Gjörvi ehf.

Gjörvi ehf. sérhæfir sig í alhliða viðhaldsþjónustu til skipa og véla- og smíðavinnu, ásamt tengdri þjónustu, bæði til innlendra og erlendra aðila.

Rekstrartekjur á árinu voru 1,2 m€. Tap af rekstrinum nam 0,1 m€. Heildareignir í árslok námu 0,2 m€ en eigið fé var neikvætt um 0,4 m€.

Brim á 100% eignarhlut í Gjörva ehf. og var bókfært verð eignarhlutarins neikvætt um 0,2 m€.

Sölufélög í Asíu

Sölufélög í Asíu

Brim á allt hlutafé í þremur sölufélögum í Asíu: Icelandic Japan KK, Icelandic China Trading Co. Ltd. og Icelandic Hong Kong Ltd.

Samanlagðar rekstrartekjur félaganna á árinu námu 154,1 m€. Hagnaður af rekstrinum nam 1,3 m€. Heildareignir í árslok námu 41,2 m€ en eigið fé var 16,7 m€.

Brim á 100% eignarhlut í félögunum og nam bókfært verð eignarhlutanna 32,0 m€.

Hlutdeildarfélög

Deris S.A.

Deris S.A.

Brim á 20% hlut í eignarhaldsfélaginu Deris S.A. í Síle. Deris á sjávarútvegsfélögin Friosur og Pesca Chile. Félögin gera út tvo frystitogara, tvö línuskip sem frysta aflann, þrjá ísfisktogara og eitt skip til ljósátuveiða. Auk þess rekur það eitt fiskiðjuver.

Tap af rekstri Deris árið 2021 var 1,2 m€. Áhrif félagsins á rekstur Brims voru neikvæð um 0,6 m€. Bókfært verð eignar Brims var 24,5 m€ í árslok 2021.

Guðrún Þorkelsdóttir ehf.

Guðrún Þorkelsdóttir ehf.

Brim á 50% hlut í útgerðarfyrirtækinu Guðrún Þorkelsdóttir ehf. Félagið gerir út uppsjávarskipið Guðrúnu Þorkelsdóttur SU. Bókfært verð eignarhlutarins var 0,002 m€.

Icelandic Pelagic ehf.

Icelandic Pelagic ehf.

Brim á 33% eignarhlut í Iceland Pelagic ehf. Félagið sérhæfir sig í sölu og dreifingu frystra sjávarafurða. Aðrir hluthafar eru Ísfélag Vestmannaeyja hf. og Skinney-Þinganes hf.

Áhrif félagsins á rekstur Brims voru jákvæð um 0,07 m€. Bókfært verð eignar Brims var 2,4 m€ í árslok 2021.

Laugafiskur ehf.

Laugafiskur ehf.

Laugafiskur ehf. rekur fiskþurrkun á Reykjanesi og selur afurðir sínar til erlendra viðskiptavina. Félagið byggði upp öfluga þurrkstöð á Reykjanesi fyrir hausa og hryggi framleidda fyrir Nígeríumarkað.

Brim á 33,3% eignarhlut í félaginu á móti Skinney-Þinganes hf. og Nesfiski ehf.

Áhrif félagsins á rekstur Brims voru jákvæð um 0,6 m€. Bókfært verð eignar Brims var 4,7 m€ í árslok 2021.

Marine Collagen ehf.

Marine Collagen ehf.

Brim á hlut í Marine Collagen þar sem stefnt er að framleiðslu á gelatíni og kollageni úr 4.000 tonnum af roði úr íslenskum botnfiski á ári.

Áhrif félagsins á rekstur Brims voru neikvæð um 0,1 m€. Bókfært verð eignar Brims var 0,8 m€ í árslok 2021. Aðrir hluthafar eru Samherji hf., Vísir hf. og Þorbjörn hf., hver með 25% eignarhlut í félaginu.

Þórsberg ehf.

Þórsberg ehf.

Brim á 41% hlut í Þórsbergi ehf. sem er útgerðarfélag á Tálknafirði sem gerir meðal annars út krókabátinn Indriða Kristins BA.

Áhrif félagsins á rekstur Brims voru jákvæð um 0,7 m€. Bókfært verð eignar Brims var 8,6 m€ í árslok 2021.

Melnes ehf.

Melnes ehf.

Brim eignaðist í árslok 43% hlut í Melnesi ehf. sem er útgerðarfélag á Rifi sem gerir meðal annars út krókabátinn Særif SH-25.

Bókfært verð eignar Brims var 6,6 m€ í árslok 2021

Stjórn og stjórnarhættir

Viðskipti tengdra aðila

Starfsemi Brims fellur undir reglur um milliverðlagninu sem vísa til þess hvernig tengdir lögaðilar verðleggja viðskipti sín á milli. Reglurnar eru ætlaðar til að tryggja að verðákvörðun í viðskiptum tengdra lögaðila sé í samræmi við verð í sambærilegum viðskiptum milli ótengdra aðila. Þannig að verðlagning sé í samræmi við svokallaða armslengdarreglu. Reglurnar eiga eingöngu við þegar tiltekin tengsl eru á milli lögaðila sem eiga í viðskiptum.

Tengsl eru fyrir hendi þegar bein og/eða óbein tengsl er á milli lögaðilanna sjálfra eða þegar tengsl er á milli manna sem eru meirihlutaeigendur lögaðilanna eða fara með stjórnunarleg yfirráð yfir þeim lögaðilum sem eiga í viðskiptum. Skilgreina má tengsl milli lögaðilanna sjálfra með beinum eða óbeinum hætti á eftirfarandi hátt:

  • Þegar lögaðilar eru hluti af sömu samstæðunni eru þeir ótvírætt tengdir lögaðilar.
  • Þegar lögaðili er undir beinu og/eða óbeinu meirihluta eignarhaldi eða stjórnunarlegum yfirráðum tveggja eða fleiri lögaðila innan samstæðu telst hann tengdur öllum lögaðilum innan samstæðunnar.
  • Þegar lögaðili á meira en 50% í öðrum lögaðila með óbeinum hætti teljast þeir tengdir í skilningi ákvæðis laganna um milliverðlagningu. Ef annar lögaðilinn er hluti af samstæðu telst hinn lögaðilinn tengdur öllum öðrum lögaðilum innan samstæðunnar.

Brim seldi eftirfarandi tengdum aðilum vörur á árinu 2021

  • Icelandic Japan, sala á afurðum 19,0 milljónir evra.
  • Vignir G. Jónsson, sala á hrognum 7,5 milljónir evra.
  • Fiskvinnslan Kambur, sala á botnfiski til vinnslu 1,8 milljónir evra.
  • Iceland Pelagic, sala á sjávarafurðum 49,9 milljón evra.
  • Laugafiskur, sala á hausum 1,0 milljón evra.

Brim keypti einnig vörur af tengdum aðilum á árinu 2021

  • Fiskvinnslan Kambur, kaup á afurðum 1,1 milljón evra.
  • Gjörvi skipaþjónusta 1,0 milljón evra.
  • Útgerðarfélag Reykjavíkur, kvótaleiga 1,0 milljón evra.
  • Seafood Services, 0,2 milljón evra.

Önnur viðskipti Brims við tengda aðila eru óveruleg.

Önnur viðskipti milli tengdra aðila:

  • Útgerðarfélag Reykjavíkur og dótturfélag seldi Icelandic Japan afurðir fyrir 38,9 milljónir evra. Jafnframt seldi Brim Útgerðarfélagi Reykjavíkur aflaheimildir að fjárhæð 22,5 milljónir evra.
  • Seafood Services sem annast gæðaeftirlit á afurðum seldi Icelandic Japan þjónustu fyrir 0,8 milljónir evra og Icelandic China fyrir 1,8 milljónir evra.
  • Fiskvinnslan Kambur seldi Laugafiski hausa fyrir 1,1 milljónir evra.
  • Icelandic Japan seldi Icelandic China afurðir fyrir 1,3 milljónir evra.

Önnur viðskipti milli tengdra aðila eru óveruleg.

Uppgjör stjórnarhátta

Einingar20212020201920182017
S1. Kynjahlutfall í stjórn
Hlutfall kvenna í stjórn 
%
40%
40%
40%
40%
40%
Hlutfall kvenna í formennsku nefnda
%
-
-
-
-
-
S2. Óhæði stjórnar
Bannar fyrirtækið forstjóra að sinna stjórnarformennsku?
Já/Nei
Hlutfall óháðra stjórnarmanna í prósentum
%
80%
60%
80%
80%
80%
S3. Kaupaukar
Fá framkvæmdastjórar formlegan kaupauka fyrir að ná árangri á sviði sjálfbærni
Já/Nei
Nei
Nei
Nei
Nei
Nei
S4. Kjarasamningar
Hlutfall starfsmanna fyrirtækisins í prósentum sem fellur undir almenna kjarasamninga
%
97%
97%
97%
97%
97%
S5. Siðareglur birgja
Ber seljendum þínum eða birgjum að fylgja siðareglum
Já/Nei
-
-
-
Ef já, hve hátt hlutfall birgja hafa formlega vottað að þeir fylgi siðareglunum
%
28%
31%
-
-
-
S6. Siðferði og aðgerðir gegn spillingu
Fylgir fyrirtækið stefnu um siðferði og/eða aðgerðum gegn spillingu
Já/Nei
Ef já, hve hátt hlutfall vinnuafls hefur formlega vottað að það fylgi stefnunni
%
-
-
-
-
-
S7. Persónuvernd
Fylgir fyrirtækið stefnu um persónuvernd?
Já/Nei
Hefur fyrirtækið hafist handa við að fylgja GDPR reglum?
Já/Nei
S8. Sjálfbærniskýrsla
Gefur fyrirækið þitt út sjálfbærniskýrslu?
Já/Nei
Eru gögn um sjálfbærni að finna í skýrslugjöf til yfirvalda?
Já/Nei
S9. Starfsvenjur við upplýsingagjöf
Veitir fyrirtækið upplýsingar um sjálfbærni til viðurkenndra aðila með skipulögðum hætti?
Já/Nei
Leggur fyrirtæki þitt áherslu á tiltekin heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun (UN SDGs)?
Já/Nei
-
-
-
Setur fyrirtækið þitt markmið og gefur skýrslu um framvindu heimsmarkmiða Sþ?
Já/Nei
-
-
-
-
-
S10. Gögn tekin út/sannreynd af ytri aðila
Er upplýsingagjöf þín um sjálfbærni tekin út eða sannreynd af þriðja aðila
Já/Nei
Já*
Já*
-
-
-

* EFLA hefur yfirfarið framsetningu og upplýsingar um umhverfislega þætti

Félagslegir þættir

Mannauður

Heilsársstörf hjá Brimi og dótturfélögum voru 762 árið 2021. Starfsmannavelta var 12,6% sem er heldur meira en fyrir ári síðan. Meginskýringin liggur í að Brim lagði og seldi einn frystitogara á árinu og var allri áhöfn skipsins sagt upp störfum. Nokkur hluti skipverja fékk önnur pláss hjá félaginu. Kjarasamningar sjómanna bjóða ekki upp á tilfærslur skipverja á milli skipa, heldur verður að segja skipverjum formlega upp störfum til að geta boðið þeim að fara í önnur pláss á skipum félagsins. Skipverjar eru jafnan um þriðjungur starfsfólks félagsins og þannig innbyggt að starfsmannavelta getur verið eitthvað hærri en gengur og gerist hjá fyrirtækjum í landi.

Kynjahlutföll hafa einnig breyst á milli ára en árið 2021 var 75% starfsfólks karlar en það er 4% aukning frá árinu áður. Nánast allir sjómenn hjá Brim eru karlar og skýrir það muninn að mestu. Brim hefur unnið að því að jafna hlutföll kynja innan félagsins. Þegar störf eru auglýst eru öll kyn hvött til að sækja um en þrátt fyrir það hefur félaginu ekki tekist að minnka bil milli kynja í störfum félagsins. Félagið mun þó ekki leggja árar í bát og mun halda áfram að hvetja öll kyn til að sækja um störf hjá félaginu.

Félagslegir þættir

Fræðsla

Hjá Brimi hefur löngum verið lögð áhersla á fræðslumál og starfsfólki er reglulega boðið að sækja námskeið er varða til dæmis öryggis- og gæðamál, eflingu á persónulegri færni og tækniþekkingu.

Fyrri hluti árs var nýttur til að meta fræðsluþörf meðal starfsfólks og skipuleggja fræðsluveturinn 2021-2022 en þrátt fyrir Covid-19 var hægt að halda úti ýmsum námskeiðum, auk þess sem vefforrit eins og Eloomi voru nýtt til að miðla efni til starfsfólks.

Fjöldi fræðslustunda árið 2021 voru 806,5 og fjöldi starfsfólks sem sótti fræðslu var 339.

Stór hluti starfsfólks Brims er af erlendum uppruna og hafa annað móðurmál en íslensku. Á árinu 2021 var boðið upp á stöðumat í íslensku meðal starfsfólks í Norðurgarði, sem 120 starfsmenn þáðu og í framhaldinu fóru 60 manns á námskeið í íslensku. Stefnt er að því að bjóða upp á íslenskukennslu fyrir allt erlent starfsfólk fyrirtækisins á öllum starfsstöðvum þess.

Árlega sækja sjómenn námskeið hjá Slysavarnarskóla sjómanna en þar er þekking á þeim björgunar- og öryggisbúnaði sem er um borð í skipum efld. Einnig er farið yfir hvernig bregðast á við slysum og óhöppum, fyrirbyggja þau og tryggja eigið öryggi. Mikilvægt er að geta brugðist rétt við á neyðarstundu.

Fjöldi fræðslustunda

Fjöldi starfsmanna Fræðslustundir
Námskeið
2021
2020
2021
2020
Slysavarnarskóli sjómanna
51
45
378
680
Öryggismál
29
11
2
Fiskvinnslunámskeið
16
40
Nýliðanámskeið
35
6
Íslenska
47
32
Gæðamál
11
113
234
25
Tækni
18
92
121
34
Ýmislegt - persónuleg færni
148
170
25
19
Samtals
339
436
807
800
Heilsa og heilbrigðir lífshættir

Heilsa og heilbrigðir lífshættir

Brim hvetur starfsfólk til að stunda heilbrigða lífshætti og huga að umhverfinu með ýmsum hætti. Starfsfólk sem getur nýtt sér vistvænan samgöngumáta býðst samgöngustyrkur eða árskort í strætó. Íþróttastyrkur er veittur þeim sem stunda reglulega líkamsrækt og allt starfsfólk er hvatt til að taka þátt í landsátökum eins og Lífshlaupinu og Hjólað í vinnuna. Boðið er upp á hollan og góðan mat á hóflegu verði á starfstöðvum félagsins. Auk þess hafa læknir og hjúkrunarfræðingur viðveru, aðra hvora viku í starfsstöðinni á Norðurgarði og öllu starfsfólki stendur til boða árleg heilsufarsskoðun, ráðgjöf og inflúensusprauta. Allt er þetta vel nýtt af starfsfólki félagsins og sem dæmi má nefna að í lok árs 2021 voru í gildi 144 samgöngusamningar við starfsfólk.

Brim átti lið í Síminn Cyclothon sumarið 2021. Liðið hjólaði hringinn í kringum Ísland á 44 klukkustundum, 25 mínútum og 42 sekúndum.

Samgöngustefna

Félagsstarf starfsfólks

Félagsstarf starfsfólks

Erfitt hefur reynst að halda uppi öflugu félagsstarfi síðustu tvö ár vegna Covid 19.  Seinni hluta árs 2021 glæddist félagslífið örlítið, bæði vegna breyttra sóttvarnarreglna og útsjónarsemi starfsfólks sem varð til þess að hægt var að vera með nokkra viðburði. 

  • Allar helgar í ágúst stóð starfsfólki Brims og fjölskyldum þeirra til boða að fara í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. 
  • Mannauðssvið vakti athygli á Eloomi, fræðsluforriti félagsins með “Quiz Up” sem vakti mikla lukku.
  • Í fjölda ára hefur Brim boðið starfsfólki á jólatónleika og þetta árið var boðið upp á tónleika Baggalúts í Háskólabíói.
  • Í desemberbyrjun var staðið fyrir jólaskreytingarkeppni milli starfsstöðva sem hleypti keppnisskapi í mannskapinn og metnaður var gífurlegur. Starfsfólk Svansins, sem er endurvinnslustöð Brims við Norðurgarð, tók sig til og útbjó jólatré úr efni sem til féll á staðnum og vann að sjálfsögðu endurvinnsluverðlaun keppninnar.

Félagslegir þættir

Öryggismál

Brim lætur sig slysavarnir varða, sem kemur fram í innra starfi félagsins, þ.e. fræðslu og forvörnum og einnig stuðningi þess við öflugt slysavarna- og björgunarstarf til sjós og lands. Skipulag öryggismála miðar að því að auka vægi málaflokksins innan félagsins og efla skilvirkni öryggismála. Stjórnendur bera ábyrgð á öryggismálum.

Hver og einn starfsmaður ber ábyrgð á eigin öryggi. Ein af grunnforsendum þess að fækka slysum er að allir axli ábyrgð og stjórnendur jafnt sem starfsfólk einsetji sér að vinna að bættu öryggi. Stjórnendur bera ábyrgð á því að búnaður sé góður og öruggt skipulag sé ríkjandi á þeim vinnusvæðum og starfsstöðvum sem þeir hafa umsjón með. Félagið treystir því að stjórnendur sýni jafnan gott fordæmi og leiði vinnuverndarstarf félagsins.

Árlega eru haldnir öryggisdagar, þar sem öryggisnefndir og öryggisfulltrúar koma saman til að fara yfir öryggismál, slysavarnir og til að rýna slys ársins með það að markmiði að bæta öryggisvitund og -þekkingu. Haustið 2021 fór öryggisdagurinn fram með fjarfundarsniði.

Stefna Brims í vinnuverndar- og öryggismálum er að finna á vefsvæði félagsins.

Félagslegir þættir

Öryggisnefndir og fulltrúar

Öryggisnefndir eru starfandi á öllum sviðum fyrirtækisins og hafa þær skýrt afmarkað hlutverk. Mannauðssvið félagins annast umsjón og eftirlit með málaflokknum. Þetta er í samræmi við reglugerð um skipulag og framkvæmd vinnuverndarstarfs á vinnustöðum nr. 920/2006.

Brýnt er að starfsfólk fylgi öryggisreglum á vinnustað, taki þátt í öryggisfræðslu og bendi á það sem betur mætti fara í öryggismálum.

Alls eru fjórar öryggisnefndir starfræktar hjá félaginu. Öryggisfulltrúar eru annars vegar þeir öryggisverðir sem tilnefndir eru af stjórnanda viðkomandi starfsstöðvar og hins vegar öryggistrúnaðarmenn sem kosnir eru af starfsfólki fyrirtækisins. Hlutverk öryggisfulltrúa er að sjá til þess að öryggis- og vinnuverndarmál séu í samræmi við lög* og stefnu félagsins.

*Lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum nr. 46/1980. Reglugerð um ráðstafanir er stuðla að bættu öryggi og heilsu starfsmanna um borð í skipum nr. 200/2007

Félagslegir þættir

Slys

Brim leggur áherslu á að öll slys séu skráð og eru verkferlar og vinnuupplýsingar kynnt fyrir starfsfólki. Öll slys ber að skrá með rafrænum hætti á innri vef Brims. Fjarveru- og umönnunarslys starfsfólks í landi eru tilkynnt til Vinnueftirlits ríkisins, Sjúkratrygginga Íslands og tryggingafélags. Fjarveruslys starfsfólks á sjó eru tilkynnt til Sjúkratrygginga Íslands, Rannsóknarnefndar sjóslysa og tryggingafélaga.

Slys eru flokkuð í eftirfarandi flokka:

  • Fjarveruslys eru slys sem valda fjarvistum frá vinnu (vinnuslys), þ.e. sem nemur slysadegi + næsta degi eða enn lengra tímabili. 
  • Umönnunarslys eru slys þar sem hinn slasaði þarf að leita sér aðstoðar á heilsugæslu en mætir engu að síður til vinnu daginn eftir. 
  • Skyndihjálparslys eru minniháttar slys eða slys sem krefjast þess að notaður sé skyndihjálparbúnaður (smáskurðir o.þ.h.). Viðkomandi tekur sér ekki frí frá vinnu. 
  • Frítímaslys eru slys sem verða í frítíma starfsfólks eða á leið til eða frá vinnu. 

Samtals voru tilkynnt 35 slys á árinu sem eru 15 færri en árið áður en þá voru þau 50 talsins. Á árinu voru 17 slys á sjó og 18 slys í landi. Fækkun milli ára má rekja til dæmis til þess að búnaður var endurnýjaður í vinnslu félagsins í Norðurgarði. Auk þess sem reglubundnar áminningar til starfsfólks um öryggi  og aðgæslu skilar sér í öruggari vinnustað.

Uppgjör félagslegra þátta

Eining20212020201920182017
F1. Launahlutfall forstjóra
Laun og bónusgreiðslur forstjóra (X) sem hlutfall af miðgildi launa starfsfólks í fullu starfi
X:1
5,1
3,1
4,5
5,3
5,2
Eru upplýsingar um fyrrgreint hlutfall lagðar fram í skýrslugjöf til stjórnvalda?
Já/Nei
Nei
Nei
Nei
Nei
Nei
F2. Launamunur kynja
Miðgildi heildarlauna karla (X) sem hlutfall af miðgildi heildarlauna kvenna
X:1
1,9
2,6
1,9
2,0
2,1
Niðurstaða jafnlaunavottunar
%
5,50%
4,9%
2,3%
-
-
F3. Starfsmannavelta
Árleg breyting starfsfólks í fullu starfi 
%
12,60%
9,5%
3,0%
8,0%
2,0%
Heilsársstörf - samstæða
762
770
798
773
839
F4. Kynjafjölbreytni
Karlar
%
75%
71%
72%
70%
-
Konur
%
25%
29%
28%
30%
-
F5. Hlutfall tímabundinna starfskrafta
Starfsfólk í hlutastarfi
-
-
-
-
-
Verktakar og ráðgjafar
-
-
-
-
-
F6. Aðgerðir gegn mismunun
Fylgir fyrirtækið stefnu er varðar kynferðislegt áreiti og/eða jafnrétti
Já/Nei
F7. Vinnuslysatíðni
Samtals slys
Fjöldi
35
50
60
90
59
Þar af á sjó
Fjöldi
17
23
23
26
17
Þar af á landi
Fjöldi
18
27
37
65
42
Tíðni slysatengdra atvika miðað við heildarfjölda starfsfólks. Allt starfsfólk.
%
9,0%
8,0%
12,0%
7,0%
F8. Hnattræn heilsa og öryggi
Fylgir fyrirtækið starfstengdri heilsustefnu og/eða hnattrænni stefnu um heilsu og öryggi?
Já/Nei
F9. Barna og nauðungarvinna
Fylgir fyrirtækið stefnu gegn barna- og/eða nauðungarvinnu?
Já/Nei
Ef já, nær stefnan gegn barna- og/eða nauðungarvinnu einnig til birgja og seljenda?
Já/Nei

Veiðar og vinnsla

Veiðar, vinnsla og sala afurða gengu almennt vel á árinu. Þrátt fyrir að tekist hafi ágætlega til að lágmarka bein áhrif Covid-19 á reksturinn, þá hafði faraldurinn veruleg áhrif, sem endurspeglaðist í mikilli hækkun á flutningsgjöldum og verði rekstrarvara svo sem olíu, umbúða og öðrum aðföngum.  Auk þess jókst kostnaður verulega vegna veikindalauna. Kostnaður vegna margskonar ráðstafana sem gripið var til svo sem svæðaskiptingu vinnslunnar, Covid-19 hraðprófa var einnig umtalsverður.

Á árinu urðu þær breytingar á skipaflotanum að uppsjávarskipið Svanur RE var keyptur til Brims með það að markmiði að efla uppsjávarveiðar félagins og Höfrungur III AK var seldur.

Í lok árs voru eftirtalin skip í rekstri hjá Brimi og dótturfélögunum Ögurvík, Kambi og Guðrúnu Þorkelsdóttur.

Nánari upplýsingar um skipaflota félagsins er að finna á vefsíðu félagsins.

Frystitogarar

Frystitogarar

  • Vigri RE
  • Örfirisey RE
Ísfisktogarar

Ísfisktogarar

  • Akurey AK
  • Helga María AK
  • Viðey RE
Uppsjávarskip

Uppsjávarskip

  • Venus NS
  • Víkingur AK
  • Svanur RE
  • Guðrún Þorkelsdóttir SU
Krókabátur

Krókabátur

  • Kristján HF

Veiðar og vinnsla

Botnfisksvið

Útgerð

Umtalsverður niðurskurður var á botnfiskheimildum Brims kvótaárið 2021/2022, eða um 13% í þorski, 17% í gullkarfa og 36% í djúpkarfa. Heildarmagn sem skorðið var niður milli kvótaára jafngilti 70-75% af ársveiði eins frystitogara. 

Þrátt fyrir heimsfaraldur Covid-19 gekk veiði togaranna allra vel og voru frátafir skipa engar vegna hans 2021. Miklar ráðstafanir voru gerðar til að koma í veg fyrir Covid-19 smit á togurunum og tókust þær aðgerðir vel með samstilltu átaki allra.  

Heildarafli togara árið 2021 var 49.671 tonn en var 45.326 tonn 2020. Afli á úthaldsdag var 30,5 tonn en var  27,7 tonn árið 2020. 

Í maí 2020 bætist Kristján HF við skipaflota samstæðunnar. Kristján HF veiddi 1.729 tonn á árinu miðað við slægðan afla, þar af eru 1.100 tonn frá því í maí. Til samanburðar var aflinn 1.643 tonn á öllu árinu 2020.

Landvinnsla 

Afli til vinnslu í Norðurgarði var 22.262 tonn af þorski, ufsa og karfa, samanborið við 14.692 tonn árið áður. Þessi munur á magni milli ára skýrist af því að þriggja mánaða vinnslustopp var á árinu 2020 vegna endurnýjunar á vinnslubúnaði. Fjárfesting í endurnýjuðum vinnslulínum hefur gefið góða raun og eru að skila sér í auknum verðmætum afurða sem og afköstum á manntíma. 

Fiskvinnslan Kambur ehf sem einnig er hluti af samstæðu félagsins, vann 4.925 tonn af þorski og ýsu á árinu 2021.

Afli og verðmæti botnfiskskipa

20212020
Afli (tonn)
Verðmæti (þús.evra)
Afli (tonn)
Verðmæti (þús.evra)
Ísfisktogarar
26.198
41.221
19.179
29.710
Akurey
7.810
12.354
6.065
9.524
Viðey
8.963
14.143
6.740
10.555
Helga María
7.696
11.237
5.264
7.778
Kristján*
1.729
3.487
1.110
1.853
Frystitogarar
25.202
60.255
27.258
64.802
Örfirisey
9.385
23.476
8.778
21.339
Vigri
9.706
23.508
9.459
22.554
Höfrungur III**
6.111
13.271
9.021
20.909
Samtals
51.400
101.476
46.437
4.512

*Kristján HF, frá maí - desember 2020
**Höfrungur III, frá janúar - ágúst 2021

Botnfiskafli til vinnslu

2021 2020
Norðurgarður
Kambur
Samtals
Norðurgarður
Kambur*
Samtals
Þorskur
11.623
3.883
15.506
7.640
3.573
11.213
Ufsi
5.274
5.274
2.690
2.690
Karfi
5.365
5.365
4.362
4.362
Ýsa
1.042
1.042
201
201
22.262
4.925
27.187
14.692
3.774
18.466

*Kambur frá maí-desember 2020

Veiðar og vinnsla

Uppsjávarsvið

Útgerð

Heildarafli uppsjávarskipanna var 14 þúsund tonnum meiri árið 2021 en 2020 eða 96 þúsund tonn samanborið við 82 þúsund tonn árið áður. Helsta breytingin milli ára var að skipin snéru aftur á loðnuveiðar og vóg sú veiði ásamt aukinni síldveiði á móti minni kolmunna- og makrílveiði. 

Uppsjávarskipið Guðrún Þorkelsdóttir sem Brim á 50% hlut í sinnti svo tilfallandi veiðiferðum fyrir félagið þegar hin skipin voru upptekin í öðrum verkefnum. 

Loðnuveiðar hófust í febrúar og stóðu fram í miðjan mars. Þar sem heimildir voru afar takmarkaðar var lögð veruleg áhersla á að nýta hverja einustu loðnu til manneldis og tókst það með ágætum. Kolmunnaveiðar tóku svo við í apríl og maí að undanskildum tveimur veiðiferðum í upphafi ársins. Makrílveiðar hófust seint í júní og lauk snögglega í byrjun september. Norsk-íslenska og íslenska síldin var svo veidd frá miðjum september og fram í lok nóvember. Í desember hófust svo loðnuveiðar úr heimildum loðnuvertíðar 2021/2022 og gengu þær vel, um 17 þúsund tonnum var landað til bræðslu fyrir áramót. 

Covid-19 faraldurinn hafði lítil áhrif á útgerð skipanna á árinu 2021. Áhafnir skipanna aðlöguðu sig að breyttum aðstæðum og takmörkuðu áhafnaskipti eins og kostur var yfir vertíðarnar. 

Landvinnsla

Á Akranesi stóð hrognavinnsla yfir í tvær vikur og gekk hún með ágætum.  

Vinnsla félagsins á Vopnafirði gekk vel á árinu og var verkefnastaðan góð yfir árið. Á milli vertíða var unnin grásleppa og ufsi og yfir sumarið var unnin grálúða samhliða makrílvertíðinni. 

Makrílvertíð hófst í lok júní og gekk ágætlega þó töluvert hafi verið um vinnslustopp framan af vertíð. Afurðaverð voru góð og sölumál gengu framar vonum. Í september hófst svo vinnsla á norsk-íslenskri síld og stóð hún fram í nóvember. Síldarverð hækkuðu á milli ára og hefur markaðurinn tekið vel við sér. Veiðar úr íslenska síldarstofninum tóku við í beinu framhaldi af þeim norsk-íslenska og stóðu út nóvembermánuð. Íslenski síldarstofninn sýnir mikil batamerki, vísbendingar eru um góða nýliðun í stofninum og lítið verður vart við sýkingu í þeim afla sem kemur að landi. Öll síldin úr íslenska síldarstofninum var unnin til manneldis á þessari vertíð og sala afurða gekk vel. 

Í lok árs var svo um 17 þúsund tonnum landað til bræðslu á Vopnafirði úr loðnuheimildum vertíðarinnar 2021/2022. 

Afli og verðmæti uppsjávarskipa

2021 2020
Afli (tonn)
Verðmæti (þúsund evra)
Afli (tonn)
Verðmæti (þúsund evra)
Venus
45.783
15.140
42.001
10.541
Víkingur
43.222
14.836
39.581
10.198
Svanur
6.585
1.878
Samtals
95.590
31.854
81.582
20.739

Frystar uppsjávarafurðir (tonn)

2021 2020
Akranes
Vopnafjörður
Samtals
Akranes
Vopnafjörður
Samtals
Loðna fryst
3.227
3.227
0
Loðnuhrogn
389
1.005
1.394
0
Síld
11.461
11.461
6.165
6.165
Makríll
8.172
8.172
11.075
11.075
389
23.865
24.254
0
17.240
17.240

Móttekinn afli í fiskimjölsverksmiðjum (tonn)

2021 2020
Akranes
Vopnafjörður
Samtals
Akranes
Vopnafjörður
Samtals
Loðna
6.397
19.564
25.961
Síld
13.555
13.555
9.956
9.956
Makríll
8.782
8.782
10.166
10.166
Kolmunni
32.213
32.213
52.035
52.035
Annað
3.169
69
3.238
2.815
29
2.844
Samtals
9.566
74.183
83.749
2.815
72.185
75.000

Gæðamál

Gæði og rekjanleiki

Allar starfsstöðvar til sjós og lands eru undir opinberu eftirliti Matvælastofnunar (MAST) sem fylgist með því að farið sé að lögum og reglum. Eftirlit MAST byggist á eftirlitsskoðunum sem fara í sumum tilvikum fram án nokkurs fyrirvara. 

Starfsemi félagsins í fiskiðjuverum í Reykjavík og á Vopnafirði eru vottaðar samkvæmt IFS-staðlinum (International Food Standard). Þetta er alþjóðlega viðurkenndur staðall og einn hinna mest notuðu á sviði matvælaöryggis ásamt ISO og BRC.  Þessir megin staðlar matvælaöryggis eru samræmdir undir merkjum Global Food Safety Initiative (GFSI). IFS vottunin á Vopnafirði hefur fallið niður síðustu tvö ár þar sem Covid-19 faraldurinn hefur komið í veg fyrir úttekt erlendra eftirlitsaðila.

Fiskvinnslan Kambur í Hafnarfirði og frystiskipin eru ekki með IFS vottun. 

Fiskimjölsverksmiðjurnar á Akranesi og Vopnafirði eru vottaðar samkvæmt FEMAS-staðli (Feed Materials Assurance Scheme). FEMAS er alþjóðlegur fóðuröryggisstaðall fyrir afurðir framleiddar í dýrafóður. 

StarfsstöðVottun
Norðurgarður - fiskiðjuver
IFS foods
Vopnafjörður – fiskiðjuver*
IFS foods
Vopnafjörður - fiskimjölsverksmiðja
FEMAS
Akranes - fiskimjölsverksmiðja
FEMAS
Akranes - uppsjávarfrystihús**

* Ekki tókst að taka út vinnslurnar á Vopnafirði á síðasta ári vegna Covid-19 faraldursins  
** Í uppsjávarfrystihúsinu á Akranesi er framleiðsla loðnuhrogna sem tekur yfir mjög stuttan tíma og því torvelt að koma því við að úttektaraðili sjái framleiðsluna.

Engar innkallanir voru árið 2021, hvorki vegna merkinga né annarra orsaka. Á því tímabili, sem skýrslan nær til, voru ekki skjalfest nein alvarleg frávik frá reglum félagsins varðandi upplýsingagjöf eða merkingar á afurðum félagsins.

Brim hefur sett sér stefnu um vörugæði sem nálgast má hér Gæðastefna Brims.

Gæðamál

Rekjanleiki

Brim veiðir einungis villtan fisk og eru afurðir félagsins í öllum tilvikum hreinar og náttúrulega heilnæmar sjávarafurðir. Rekjanleiki afurða er mikilvægur hluti matvælaframleiðslu. Matvæla- og fóðuröryggiskerfi Brims byggjast á því að rekja megi vöruna frá uppruna hennar og allt til viðskiptavinar. Við veiðar eru skráðar niður nákvæmar upplýsingar um afla, svo sem veiðisvæði, veiðarfæri, samsetningu afla, magn og fleira. Uppruna hráefnis í vinnslu er haldið til haga og fylgja upplýsingar um uppruna afurðar til kaupanda. Enn fremur er haldið utan um ráðstöfun allra afurða. Þannig eru allar afurðir rekjanlegar frá veiðum til kaupanda. Þessi rekjanleiki er prófaður reglulega í innra eftirliti félagsins og einnig í ytri úttektum á kerfum félagsins, meðal annars í úttektum tengdum upprunavottunum.

Afurðir félagsins eru í öllum tilvikum merktar í samræmi við reglur um merkingar á sjávarfangi. Þannig er ávallt ljóst um hvaða fisktegund og veiðisvæði er að ræða og eins hvaða veiðarfæri voru notuð.

Markaðir

Markaðsmál

Sölufélög í eigu Brims sjá að mestu leiti um sölu afurða félagsins en auk þeirra starfa þrír sölustjórar hjá Brimi. Icelandic Japan, Icelandic China og Icelandic Hong Kong, sem eru í eigu Brims annast sölu á afurðum félagsins í Asíu. Iceland Pelagic, sem er í 33% eigu Brims, sér um sölu og dreifingu á Austur-Evrópumarkað, sem er mest frystar uppsjávarafurðir. Sölustjórar Brims selja allar afurðir ferskar og frosnar á Vestur-Evrópu og Ameríku. Sala á mjöl-og lýsisafurðum er alfarið í höndum starfsfólks Brims.

Helstu áhrif Covid-19 faraldursins voru á flutningsverð uppsjávarafurða og þá sérstaklega á markaði í Asíu. Samkeppnishæfni Asíu við markaði í Austur-Evrópu var því takmörkuð og fór því t.d lítið af makrílafurðum til Asíu þetta árið. Sala uppsjávarafurða gekk vel á árinu og almennt fóru verð hækkandi. Sala uppsjávarafurða var unnin í nánu samstarfi við sölufyrirtæki félagsins Icelandic Japan og sölufyrirtækið Iceland Pelagic.

Mikil og góð eftirspurn var eftir sjófrystum þorski, ýsu og ufsa allt árið 2021 og verð stöðugt hækkandi. Sala á karfa var hægari, birgðir minnkuðu þó jafnt og þétt því sala var umfram veiði en illa hefur gengið að lyfta verðum. Flutningskostnaður á fjærmarkaði hefur hækkað meira en á nærmarkaði. 

Áfram gekk vel að selja landfrystar afurðir eftir aðlögun að breyttum markaðsaðstæðum frá 2020 þar sem að eftirspurn óx frá smásölumarkaði á móti minnkandi eftirspurn á HORECA (Hotel - Restaurant - Catering) markaði. Verð hafa hækkað og eftirspurn aukist. 

Neikvæðra áhrifa heimsfaraldurs Covid-19 gætti enn á ferskfiskmörkuðum á fyrri hluta ársins þar sem ferðalög fólks voru enn í lágmarki, mötuneyti víða lokuð og starfsemi veitingahúsa í lágmarki. Eftirspurn tók við sér um mitt ár samhliða auknum bólusetningum og frjálsræði borgara á helstu mörkuðum og var verðþróun hagstæð fyrir helstu afurðir. Flutningar hafa heilt yfir gengið vel fyrir ferskar afurðir en kostnaður við flutninga hefur almennt hækkað. 

Sala afurða uppsjávarfisks gekk vel á árinu og almennt fóru verð hækkandi. Síldarverð hækkuðu á milli ára og hefur markaðurinn tekið vel við sér og sala afurða gengið mjög vel. Helstu áhrif faraldursins voru á flutningsverð og þá sérstaklega á markaði í Asíu. Samkeppnishæfni Asíu við markaði í Austur-Evrópu var því takmörkuð og fór því t.d lítið af makrílafurðum til Asíu þetta árið. 

Brim tók ekki þátt í alþjóðlegum sjávarútvegs- eða sölusýningum árið 2021 vegna Covid-19.

Nýsköpun

Brim var þátttakandi í Nýsköpunarvikunni 2021

Brim tók þátt í Nýsköpunarvikunni, sem er árlegur viðburður og vakti athygli á nýsköpun í öryggismálum. Farið var yfir það hvernig tæknin hefur breytt öryggis- og vinnuheilbrigðismálum sjómanna og fiskvinnslufólks.  

Í tengslum við vikuna lét Brim útbúa þrjú myndbönd sem fjalla um nýjungar í fiskvinnslu félagsins við Norðurgarð, slys og hvernig nýsköpun, árvekni og samvinna hefur fækkað alvarlegum slysum á sjó og um tilraunaverkefni sem Brim og Heilbrigðisstofnun Norðurlands hafa staðið fyrir um fjarlækningar. Það verkefni hefur gengið vel en óvíst er um framhald þess verkefnis þar sem mönnun heilbrigðisstarfsfólks í landi er ekki tryggð. 

Nýsköpun

Brim og Síminn Pay þróa rafrænt beiðnakort til að auka öruggi í reikningsviðskiptum

Brim hefur hannað í samstarfi við Símann Pay kerfi rafrænna beiðna sem á að auka öryggi, yfirsýn og rekjanleika í reikningsviðskiptum.

Á síðustu árum hefur Brim í samstarfi við ýmis tæknifyrirtæki þróað margvíslegar rafrænar lausnir og er það hluti af nýsköpunar- og þróunarstarfi félagsins.

Markmið rafrænna beiðna er að koma reikningsviðskiptum félagsins yfir í “rafræn beiðnakort” í símum starfsfólks, þar sem rafræn skilríki tryggja öryggi viðskiptanna.

Beiðnakortið er óháð kerfum og má tengja við símanúmer frá hvaða fjarskiptafyrirtæki sem er og miðar að einfaldara utanumhaldi á úttektum félagsins og mun:

  • auka yfirsýn og auðvelda eftirlit stjórnenda með úttektum í stað pappírsbeiðna, innkaupakorta og úttektarlista í verslunum sem notaðir hafa verið við innkaup fyrirtækja.
  • stuðla að stórauknu öryggi í úttektarferlinu þar sem snjallforrit og rafræn skilríki munu sjá um auðkenningu starfsfólks í greiðsluferlinu.
  • úttektarferlið verður fullkomlega rekjanlegt þar sem enginn vafi mun leika á hver tók út vöru í nafni fyrirtækisins.

Brim sér fyrir sér að í framtíðinni stýri ábyrgðaraðilar innkaupa hjá fyrirtækjum og stofnunum heimildum sinna úttektaraðila með rafrænu beiðnakerfi í gegnum símanúmer starfsfólks.  

Nýsköpun

Ný gerð af brettafilmu sem á að draga úr plastnotkun og spara fjármuni

Brim ásamt Silfrabergi, sem er metnaðarfullur innlendur birgi og jafnframt umboðsaðili umræddrar vöru, hafa verið í tilraunaprófunum með nýja gerð af brettafilmu sem hefur það að markmiði að minnka plastnotkun í rekstri og draga þannig úr kolefnisspori félagsins.

Erlendur framleiðandi filmunnar hefur undanfarin ár þróað lausnir fyrir fyrirtæki með það að markmiði að minnka notkun einnota plasts og þar með minnka sóun í umbúðanotkun. Í tilkynningu frá framleiðanda kemur fram að hann sé leiðandi á þessum markaði og umrædd brettafilma BioZ brotni að fullu niður í umhverfinu.

Nýsköpun

Starfsfólk pantar eldsneyti til skipa með nýju smáforriti í farsímum

Á fyrri hluta ársins fór félagið að þróa smáforrit (App) fyrir skipaeftirlitsmenn félagsins sem gera þeim kleift að pantað eldsneyti til skipa úr farsíma. Þetta var eitt af verkefnum sem er hluti af nýsköpunar- og þróunarstarfi félagsins.

Með þessu eldsneytisforriti getur starfsfólk, sem sinnir því hlutverki að panta olíu til skipa, framkvæmt pöntunina hvar sem það eru statt hverju sinni. Starfsfólk viðkomandi olíufélags fá tilkynningu í farsíma og staðfesta móttöku sem birtist síðan í síma þess sem pantar.

Samhliða þessu skráist kolefnisspor (CO2) á því eldsneytismagni sem afgreitt var beint inn í umhverfisgrunninn í rauntíma.